Racing the Planet Ísland 2013 keppnin stendur yfir

birt 06. ágúst 2013

Nú er 2 af 6 áföngum lokið í keppni Racing the Planet á Íslandi. Keppnin er óbyggðahlaup á 6 dögum þar sem í heildina eru hlaupnir 250 km, eða 40-67 km á dag að undaskildum síðasta áfanganum sem er 10 km. Hlauparar þurfa að hafa með sér fatnað og mat fyrir alla áfangana í bakpoka. Mótshaldarar útvega þeim tjöld og vatn á milli áfanga þegar hvílst er.

Hægt er að skoða upplýsingar um hlaupið sjálft á vef Racing the Planet og á vefnum er staðan og úrslit hvers áfanga uppfærð daglega. Einnig má sjá ýmsar aðrar upplýsingar, þar með talið skemmtileg blogg hlauparanna.

Íslendingurinn Sigurður Kiernan er þátttakandi í hlaupinu og er hann í 15. sæti eftir fyrstu tvo áfangana. Einnig taka þátt Hulda Garðarsdóttir og Rebekka Garðarsdóttir, en þær eru búsettar í Hong Kong.