birt 13. janúar 2012

Í tilefni af fimmtu Reykjavíkurleikunum og 100 ára afmæli ÍSÍ munu Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Fyrirlestrarnir munu fara fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. Ráðstefnan hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 21:00.

Þrír mjög áhugaverðir erlendir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun en ráðstefnustjórar verða þau Þórdís Gísladóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Fyrirlestrarnir fara allir fram á ensku. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlesarana.
 
Ráðstefnugjald er kr. 1.500,- og er innifalið í gjaldinu léttur kvöldverður sem borinn verður fram um kl.19. Skráning fer fram á netfanginu linda@isi.is og greiðist ráðstefnu gjaldi við komu. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 17. janúar. Vakinn er athygli á því að hámarksfjöldi á ráðstefnuna er 120 manns.