René Kujan kominn í Hrútafjörð: Tékkarnir koma

birt 01. júlí 2014

René hleypur með kerru fulla af útbúnaði og vistum.Ferð Tékkans René Kujan frá austasta til vestasta tanga landsins sækist vel. Dagleiðinni í gær lauk í Hrútafirði en á leiðinni var mikill vindur auk þess sem rigndi mest allan tíma og hafði René á orði að þetta hefði verið eitt allra versta veður sem gert hefði á leiðinni.Í nótt gisti René á Sæberg hostel í boði staðarhaldara sem René og aðstandendur vilja þakka aðstoðina.Í dag mun René hlaupa Hrútafjörðinn og hafa nætursetu vestan megin í firðinum, ekki fjarri Bitrufirði. Á morgun, miðvikudag mun René svo hlaupa yfir í Gilsfjörð.Eins og áður hefur komið fram áætlar René að ljúka hlaupferð sinni þvert yfir landið þann 8. júlí. Dagleiðin lokadaginn þykir einkar falleg og ævintýraleg (sjá mynd) og þá má bæta því við að tékkneska sjónvarpið mun fylgja René eftir á síðustu dagleiðinni.Eins og komið hefur fram hleypur René til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og Hollvinum Grensáss. Hægt er að sýna stuðning í verki með því að hringja í eftirtalin símanúmer:

9087997 - 1.000kr.
9087990 - 2.000kr.  
9087999 - 5.000kr.

Einnig má fylgjast nánar með ferðum René á fésbókarsíðu Komaso.

Viðtal hlaup.is við René sem var tekið áður en hann lagði af stað.


Síðasta dagleið René sem er á áætluð þann 8. júlí.