birt 05. júlí 2014

René með vindinn í fangið hleypur yfir urð og grjót.Heldur betur hefur reynt á tékkneska ofurhugann René Kujan undanfarna daga. En eins og glöggir lesendur  hlaup.is vita er René að safna fé fyrir íþróttsamband fatlaðra og Hollvini Grensáss með því að hlaupa maraþon á dag, þvert yfir landið.Íslenska sumarið hefur síður en svo farið fögrum höndum um Íslandsvininn enda hefur hver lægðin á eftir annarri gengið yfir landið. Í dag, laugardag, neyðist René til að hvíla vegna veðurs. Helst vildi hann halda áfram "no matter what" en skynsemin og fróðir menn hreinlega banna honum að halda út í dag. Því mun René halda kyrru fyrir í Bjarkarlundi þar sem hann hefur gist undanfarnar tvær nætur.

90 kílómetrar með storminn í "andlitið"
Á fimmtudag hljóp René um Kollafjörð, yfir Steinadalsheiði, út Gilsfjörð og að Berufirði þaðan sem hann fékk far í Bjarkarlund. Þrátt fyrir vægast sagt skelfilegt veður hljóp René 45 m á 6 klst og 18 mín. René var með vindinn í fanginn nær allan tímann, heila 17 metra á sekúndu. Það er því ekki mögulegt að gera sér í hugarlund hvernig hægt er að halda út dag eftir dag á meðan hver lægðin rekur aðra.

Föstudagurinn ran upp með síst skárra veðri. Með jákvæðni og æðruleysi að vopni hélt René út og lagði 43 km að velli í vægast sagt slæmu veðri, á köflum blésu 25 metrar á sekúndu beint í andlitið á René eins og hann lýsti sjálfur.René vill koma á framfæri þakklæti til allra í Bjarkarlundi fyrir alla aðstoðina og ekki síður vestfirska bóndans sem skutlaði honum 10 km spöl að Bjarkarlundi á fimmtudag.Vonandi mun veðrið skána og fara mýkri höndum um René næstu daga en hann vonast til þess að ljúka ferð sinni þvert yfir landið á þriðjudag.  Ægifagurt landslag í miskunnarlausu veðri.

Eins og komið hefur fram hleypur René til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og Hollvinum Grensáss. Hægt er að sýna stuðning í verki með því að hringja í eftirtalin símanúmer:

9087997 - 1.000kr.
9087990 - 2.000kr.  
9087999 - 5.000kr.

Einnig má fylgjast nánar með ferðum René á fésbókarsíðu Komaso.

Viðtal hlaup.is við René sem var tekið áður en hann lagði af stað.