Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram með pompi og prakt í dag. Einkar vel tókst til en metfjöldi hlaupara tók þátt eða 15.286, þar af um 3.500 í maraþoni, hálfmaraþoni og boðhlaupi. Rúmlega sjö þúsund manns þreyttu 10 km hlaupið. Annars voru úrslit sem hér segir:
Maraþon karla
1. Matthew Pelletier, USA, 02:18:00 (þriðji besti tími karla frá upphafi)
2. Wojciech Kopec, POL, 02:29:05
3. Andy Norman, GBR, 02:30:01
Fyrstu þrír Íslendingar
1. Arnar Pétursson, 02:31:23
2. Pétur Sturla Bjarnason, 02:40:53
3. Valur Þór Kristjánsson, 02:49:23
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því er fyrsti íslenski karlinn sem kom í mark, Arnar Pétursson, Íslandsmeistari í maraþoni 2014.
Maraþon kvenna
1. Sarah Brown, GBR, 03:01:47
2. Melissah Kate Gibson, AUS, 03:04:52
3. Erika Verdugo, MEX, 03:10:34
Fyrstu þrjár íslensku konurnar
1. Tinna Lárusdóttir, 03:27:28
2. Melkorka Árný Kvaran, 03:41:01
3. Pálína Sigurðardóttir, 03:48:28
Maraþonið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því var fyrsta íslenska konan, Tinna Lárusdóttir, krýnd Íslandsmeistari í maraþoni.
Hálfmaraþon karla
1. Christian Will, USA, 01:08:44
2. Þorbergur Ingi Jónsson, ÍSL, 01:09:37
3. Dave Norman, GBR, 01:11:13
Fyrstu þrír íslensku karlar:
1. Þorbergur Ingi Jónsson 01:09:37 (5.besti tími Íslendings í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni)
2. Björn Margeirsson 01:14:07
3. Guðni Páll Pálsson 01:17:07
Konur
1. Helen Ólafsdóttir, ÍSL, 01:23:36
2. Anna Berglind Pálmadóttir, ÍSL, 01:29:24
3. Amanda Robotti, USA, 01:29:36
Þriðja íslenska kona í mark var Eva Skarpaas Einarsdóttir á 01:29:52.
10 km hlaup
Karlar
1. Ingvar Hjartarson, 32:25
2. Sæmundur Ólafsson, 33:37
3. Bjartmar Örnuson, 35:48
Konur
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 36:55 (3.besti tími kvenna í sögu hlaupsins)
2. María Birkisdóttir, 38:20
3. Guðlaug Edda Hannesdóttir, 38:48