Reykvíkingurinn Nirbhasa Magee hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki í 10 daga hlaupi sem fram fór á vegum Sri Chinmoy í New York á dögunum. Magee er Íri sem hefur verið búsettur í Reykjavík frá því síðasta haust. Á dögunum tíu sem hlaupið stóð yfir hljóp Magee samtals 1130 kílómetra, á hverri dagleið lagði hann 93-134 kílómetra.
Ashprihanal Aalto, 43. ára Finni bar sigur úr býtum í hlaupinu. Hann hljóp 1340 kílómetra á dögunum tíu. Á degi hverjum hljóp hann 114-175 kílómetra sem verður að teljast mikið afrek. Það er ástæða til að vekja athygli íslenskra hlaupara á umræddu hlaupi enda færist í vöxt að hérlendir ofurhlauparar leiti að nýjum áskorunum út í hinum stóra heimi.