Saga Íslandsmeta í 5.000m hlaupum tekin saman af Mogganum

birt 11. apríl 2017

Íþróttablað Morgunblaðsins var með ansi skemmtilega umfjöllun um sögu Íslandsmetsins í 5.000m hlaupi þann fjórða apríl síðastliðinn. Hlaup.is hefur áður greint frá því að Hlynur Andrésson sló sjö ára gamalt met Kára Stein Karlssonar í 5.000m hlaupi um síðustu helgi. En í grein Morgunblaðsins kemur fram að metin séu sett á sama móti, háskólamóti Stanford háskóla en með sjö ára millibili. Þá er greint frá því að Kári Steinn hafi á slegið við ansi gömlu afreki, en þáverandi Íslandsmet var 27 ára og í eigu Jóns Diðrikssonar.


                                                                                                                          Tafla: Morgunblaðið

Í sömu grein tekur Kristján Jónsson blaðamaður Morgunblaðsins saman þróun Íslandsmeta í 5000m hlaupi allt frá upphafi eða 1956. Þar má sjá að það  tók Hlyn rúmlega 1 mínútu og 10 sekúndum skemur að hlaupa 5.000m en Sigurð Guðnason úr ÍR sem á fyrsta Íslandsmetið í vegalengdinni, sett 29. ágúst 19.56.  Hlaup.is tekur sér það bessaleyfi að birta þessa töflu hér að ofan en leggur áherslu á að hún er afrakstur áðurnefnds blaðamanns. Rétt er að hrósa Morgunblaðinu fyrir þessa skemmtilegu umfjöllun og hreint ágæta umfjöllun um lengri hlaup almennt.

Heimild: Morgunblaðið

Uppfært: Hlaup.is barst ábending frá Sigga P., Sigurði Pétri Sigmundssyni, hlaupagoðsögn.  Hann bendir á að Íslandsmet í 5.000 m hlaupi karla frá árinu 1956 sé ekki það fyrsta. Frægt sé þegar Jón Kaldal, síðar ljósmyndari, hljóp á 15:23,0 mín í Kaupmannahöfn árið 1922. Það met stóð í marga áratugi.