Samantekt: Elísabet Margeirsdóttir úti um allt

birt 22. október 2018

Fjölmiðlar hafa sýnt afreki Elísabetar Margeirsdóttur í Gobe eyðimörkinni í byrjuna október mikinn áhuga. Elísabet kom eins og kunnugt er, fyrst kvenna í mark í Gobe Trail. Hún hljóp 409 km leið í gegnum eyðimörkina á 96 klukkustundum og 54 mínútum.

Élísabet hefur verið í viðtölum á hinum ýmsu miðlum, í sjónvarpi, útvarpi, blöðum, vefmiðlum og í hlaðvarpsþætti. Það er einkar forvitnilegt að heyra Elísabetu tjá sig um afrek sín og heyra af ævintýrum hennar í Gobe eyðimörkinni frá fyrstu hendi. Smitandi ákafi og viljastyrkur Elísabetar er svo sannarlega til þessa fallinn að hvetja okkur hin til dáða, bæði á hlaupabrautinni og í lífinu sjálfu.

Af þessum sökum tók blaðamaður hlaup.is saman fjölmörg viðtöl við Elísabetu á hinum ýmsu miðlum. Við hvetjum hlaupara og aðra áhugasama lesendur til að vinna sig í gegnum bunkann, það er hægt að gera margt verra við tíma sinn. Og svo beint út að hlaupa á eftir.

Sjónvarp
Kastljósviðtal við Elísabetu: Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræðir við Elísabetu Margeirsdóttur um 400 kílómetra hlaup hennar yfir Góbí-eyðimörkina.

Útvarp
Elísabet í Bítinu á Bylgjunni: Elísabet hljóp 400 km á 97 tímum og er í skýjunum.

Hlaðvarp
Elísabet í tveggja tíma viðtali í Podcasti Snorra Björns.
Þáttinn má finna undir "The Snorri Björns Podcast Show" á helstu Podcast veitum. Einnig má nálgast þáttinn á Youtube í spilaranum hér að neðan.

Blaðaviðtöl
Umfjöllun Runner‘s World um sigur Elísabetar: Icelander Elísabet Margeirsdóttir Becomes First Woman to Break 100 Hours in Ultra Gobi Race

Viðtal við Elísabetu á Vísi skömmu eftir hlaupið: Hvatti sig upphátt áfram á erfiðum köflum í Góbí-eyðimörkinni.

Viðtal við Elísabetu á mbl.is skömmu eftir hlaupið: Gaddavírar og gil í Góbí eyðimörkinni.

Viðtal við Elísabetu á vef RÚV skömmu eftir hlaupið: Erfitt en ótrúlega skemmtilegt.