Samantekt: Fjöldi Íslendinga á Mt. Blanc um helgina

birt 31. ágúst 2015

Fjölmargir íslenskir ofurhlauparar létu til sín taka í Mt. Blanc fjallahlaupunum í Frakklandi um helgina. Íslendingar virðast greinilega vera að uppfæra íslensku hlaupamenninguna allsvakalega með því að taka þátt í ofurhlaupum í sívaxandi mæli. Mt. Blanc hlaupin eru utanvegafjallahlaup, um er að ræða fimm hlaup sem eru einkar krefjandi en mislöng.

Fyrstan ber að nefna Þorberg Inga Jónsson sem hefur verið að gera frábæra hluti í ofurhlaupum í ár. Þorbergur þátt í CCC hlaupinu sem er 101 km og hafnaði í 16. sæti af um 2100 keppendum. Algerlega frábær árangur hjá Þorbergi sem var á hlaupum í tæpar fjórtán klukkustundir eða 13:55:04.

Halldóra Proppé Matthíasdóttir hafnaði í 1114. sæti í sama hlaupi á 24:59.32. Halldóra og Gunnar Júlíusson hafa greinilega fylgst að en Gunnar kom í mark  í sætinu á eftir Halldóru og sekúndu á eftir.

Þá tóku nokkrir Íslendingar þátt í Mt. Blanc UMTB hlaupinu sem er 170 km langt. Elísabet Margeirsdóttir og Birgir Sævarsson komu í mark á 32:40:25 og urðu í 189. og 190. sæti af um 2500 keppendum. Davíð Vikarsson hafnaði í 703. sæti á tímanum 39:51:33, Ágúst Kvaran kom í mark á 39:56:00 sem fleytti honum í 711. sæti og þá kom Stefán Bragi Bjarnason í mark á 44:57:01 og hafnaði í 1346. sæti.

Tveir Íslendingar tóku þátt í TDS hlaupinu sem er 119 km langt. Sigurður Þórarinsson hafnaði í 119. sæti á tímanum 22.05:56. Guðmundur Ólafsson kom í mark 29:29:55 sem dugði í 744. sæti af rúmlega 1200 keppendum.

OCC hlaupið fór fram á föstudag en það er 52 km. Benoit Branger hafnaði í 29. sæti á tímanum 6:27:52 sem verður að teljast frábær árangur. Þóra Magnúsdóttir lauk hlaupinu á 8:26:03 í 173. sæti og Ragnar Ágústsson hafnaði í 510. sæti á tímanum 9:58:26. 1317 keppendur tóku þátt í OCC hlaupinu.

RankingRaceBibRace timeNameCat.Rank in category189UTMB®56732:40:25Birgir SAEVARSSONV1 H62190UTMB®23032:40:26Elisabet MARGEIRSDOTTIRSE F9711UTMB®61739:56:00Agust KVARANV3 H8703UTMB®69839:51:33David VIKARSSONV1 H2821345UTMB®36444:57:01Stefan Bragi BJARNASONV2 H190141TDS®773922:05:56Sigurdur THORARINSSONV1 H37744TDS®652429:29:55Gudmundur OLAFSSONV1 H2541427TDS®6448 Borkur ARNASONV1 H49816CCC®301213:55:04Thorbergur JONSSONSE H121114CCC®510824:59:32Halldora MATTHIASD PROPPEV1 F491115CCC®512324:59:33Gunnar JULISSONV1 H36129OCC905406:27:52Benoit BRANGERSE H21173OCC1038608:26:03Thora MAGNUSDOTTIRV1 F7510OCC1028109:57:15Ragnar AGUSTSSONV1 H131

Allar upplýsingar eru fengnar af heimasíðu hlaupsins. Við hvetjum hlaupara til að senda okkur línu á fésbókarsíðu hlaup.is ef upplýsingar um tíma fleiri íslenskra keppenda vantar.