Við ÍRingar erum þekkt fyrir að velja þægilegu leiðina! Síðasta samhlaup tókst mjög vel og því höfum við ákveðið að gera alveg eins!!
Farið verður frá Árbæjarlaug / Árbæjarþreki kl. 09.00. Flestar laugar bæjarins eru lokaðar en Árbæjarlaug opnar kl. 10.00. Árbæjarþrek er beint á móti Árbæjarlaug og Beggi hefur verið svo vænn að heimila okkur salernisafnot þar fyrir hlaup.
Skipulag hlaupsins:
Boðið verður upp á fjórar vegalengdir í Heiðmörk - frábær æfing fyrir Laugavegsfara og aðra utanvegahlaupara, sjá meðfylgjandi kort.
Stærra kort
Allir hlaupa saman frá Ábæjarlaug, fram hjá hesthúsum og að bílaplani í Heiðmörk. Fyrstu þrjár leiðirnar eru þær sömu og farnar voru í síðasta samhlaupi.
Leið 1: 12 km. Umhverfis Elliðavatn. Ekki merkt á korti.
Leið 2: 17 km. Dökkrauður, minnsti hringurinn á kortinu.
Leið 3: 23 km. Dökkrauður, minnsti hringur á korti ásamt ljósrauðum hring.
Leið 4: 30 km. Ysti hringurinn á myndinni. Farið út af leið 3 á efsta bílaplani, þaðan er veginum fylgt inn undir Vífilstaðahlíð, meðfram Vífilstaðavatni og þaðan reiðastíg meðfram golfvellinum í Garðabæ og Kópavogi, gegnum Seljahverfið og svo sem leið liggur í Árbæjarlaug.
Óvíst er með drykkjarstöðvar og fólk hvatt til að hafa með sér næga orku. Boðið verður upp á „héra" - þ.e. „þekkta" ÍRinga sem þekkja hverja leið. Hægt er að fylgja þeim eftir ef fólk er hrætt við að villast.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!
Með kveðju frá ÍR skokk.