Upphafsmenn Powerade vetrarhlaupanna, þeir Dagur Egonsson og Pétur Helgason ásamt Sólrúnu Þórðardóttur, fulltrúa Coca-Cola á Íslandi.Samstarf Vetrarhlaupsins og Coca-Cola á Íslandi (CCEP) hefur verið framlengt til næstu þriggja ára. Powerade Vetrarhlaupið mun því halda nafni sínu næstu árin en samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í gær. Coca-Cola á Íslandi hefur stuttYfir 25 þúsund "þátttökur"Vetrarhlaupið frá upphafi, en fyrsta hlaupið fór fram í október árið 2000. Síðan hefur þetta 10 km hlaup verið haldið 108 sinnum í Elliðaárdalnum í átján vetur samfleytt. „Þátttökur" í heildina eru orðnar yfir 25000 og á fimmta þúsund einstaklingar hafa hlaupið Vetrarhlaupið frá upphafi.
Powerade Vetrarhlaupin eru annar stærsti almennings hlaupaviðburðurinn á Íslandi á eftir Reykjavíkurmaraþoni. Það voru þeir Dagur Egonsson og Pétur Helgason upphafsmenn hlaupsins og Sólrún Þórðardóttir vörumerkjastjóri Powerade fyrir hönd Coca-Cola á Íslandi sem skrifuðu undir samninginn í höfuðstöðvum CCEP að Stuðlahálsi.