Setti heimsmet í hálfmaraþoni og þrjú í viðbót

birt 05. apríl 2017

Jepkosgei á heldur betur framtíðina fyrir sér.Lítt þekkt hlaupakona frá Kenýu, Joyciline Jepkosgei, setti ansi forvitnilegt heimsmet í hálfmaraþoni í Prag um síðustu helgi. Hún kom í mark á tímanum 1:04:56, en þar með er ekki öll sagan sögð því á leiðinni setti Jepkosgei þrjú önnur heimsmet.Á leið sinni setti þessa unga kona frá Kenýa heimsmet í 10 km hlaupi, 15 km hlaupi og 20 km hlaupi sem verður að teljast ansi hreint magnað. Þess ber að geta að heimsmetin fjögur bíða staðfestingar Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.Jepkosgei var furðu lostin þegar hún kom í mark og hafði enga hugmynd um að hún hefði sett öll metin þangað til hlaupahaldarar færðu henni fréttirnar.

Fyrstu 10 km hljóp Jepkosgei á 30.04 og sló þar með 14 ára gamalt heimsmet Paulu Radcliffe. Fyrstu 15 km fór hún á 45:37 og 20 km á 1:01:25. Sannarlega athyglisvert afrek.

Þess má geta að Íslandsmet Kára Steins Karlssonar í hálfu maraþoni er 1:04:55.

Heimild: Runner''s World.