Sextán nýjir teknir inn í Félag 100 km hlaupara

uppfært 25. ágúst 2020

13. nóvember síðastliðinn voru sextán nýir félagsmenn (fimm konur og ellefu karlar) teknir inn í Félag 100 km hlaupara á Íslandi. Félagið var stofnað 26. september, 2004 í Sundlaug Vesturbæjar að loknu Þingstaðahlaupi.

Þar með eru félagsmenn í Félagi 100 km hlaupara orðnir samtals 96. Sjá má félagatal á heimasíðu félagsins.  Auk þess hafa tíu hlauparar til viðbótar öðlast rétt til inngöngu í félagið, sjá heimasíðu.

Tilgangur Félags 100 km hlaupara er að efla samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon í "flokki lengri vegalengda", þ.e.  100 km og lengra sem og að stuðla að vaxandi þátttöku í slíkum hlaupum.

Gildir meðlimir í félaginu eru allir þeir Íslendingar sem lokið hafa  þátttöku í viðurkenndu, opinberu 100 km keppnishlaupi, eða lengra hlaupi, þar sem hlaupið er í einum áfanga.

Félag 100 Km Hlaupara Nýjir Félagar Nóv 2019
Hér má sjá hlauparana sextán sem voru teknir inn í félagið í vikunni. Á myndinni er einnig Sigurður Gunnsteinsson (félagsmaður nr. 2; lengst til vinstri)

Hér að neðan má sjá nöfn hlauparanna sem teknir voru inn í félagið 13. nóvember síðastliðinn:

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir (félagsmaður nr. 84)
Birkir Þór Stefánsson (85)
Gunnar Viðar Gunnarsson (86)
Hildur Aðalsteinsdóttir (87)
Jón Örlygsson (88)
Gunnar Marteinsson (89)
Rakel Steingrímsdóttir (90)
Jón Bersi Ellingsen (91)
Búi Steinn Kárason (92)
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir (93)
Sigurður Óli Kolbeinsson (94)
Jón Jónsson (96)
Jóda Elín Valgerður Margrétardóttir (100)
Jón Trausti Guðmundsson (102)
Vigfús Eyjólfsson (104)
Adrien Albrecht (106)