Árið 1995 setti Toby Tanser af stað verkefni sem fólst í því að senda notaða hlaupaskó til Afríku. Þessu var vel tekið og síðan hefur þetta verkefni undið upp á sig eins og hægt er að sjá á heimasíðu þeirra Shoe4Africa.org og á myndbandinu sem hægt er að skoða á YouTube.
Þeir sem hafa verið viðloðandi hlaup í nokkurn tíma kannast við Toby, en hann bjó hér á Íslandi í mörg ár og keppti hér í almenningshlaupum með mjög góðum árangri. Hann var frægur fyrir það að hlaupa alltaf í stuttbuxum og hlírabol sama hvernig veðrið var, jafnvel í Gamlárshlaupinu í snjókomu og kulda.
Leppin er sérstakur stuðningsaðili Shoe4Africa verkefnisins.