Bláskógaskokkið fór fram laugardaginn 22. júní í blíðskaparveðri. Hlaupið er frá Þingvöllum til Laugarvatns, samtals 10 mílur (16,1 km) og 5 km sem hlaupnir eru á Laugarvatni.
Keppt var í tveimur flokkum þ.e. kvenna og karla og var sigurvegari í kvennaflokki, Margrét Elíasdóttir en Róbert Gunnarsson í karlaflokki. Hér fyrir neðan eru myndir af hópnum við startið og sigurvegurum í kvenna og karlaflokki í 16 km.