Skeiðarárhlaups - Flottar aðstæður í Skaftafelli

birt 03. júní 2011

Eins og flestum ætti að vera kunnugt hófst mikið eldgos í Grímsvötnum þann 21. maí síðastliðinn með  tilheyrandi öskufalli í nálægri byggð. Aska féll í Skaftafell í hálfan sólarhring eftir að gosið hófst og var þjóðvegur 1 lokaður beggja vegna Skaftafells. Gosið stóð hins vegar stutt yfir og stíf norðanátt og úrkoma í kjölfar goss sáu um að hreinsa mesta öskuna í burt. Grænn gróður einkennir nú Skaftafell líkt og önnur sumur. Sést það vel á meðfylgjandi mynd sem tekin var á tjaldsvæðinu í Skaftafelli föstudaginn 3. júní.

Rétt er að ítreka að Skeiðarárhlaup - víðavangshlaup í Skaftafelli mun fara fram laugardaginn 11. júní eins og ekkert hafi í skorist, enda eru aðstæður allar hinar ágætustu. Keppendur eru hvattir til að skrá sig með því að senda línu á gudmundur@vjp.is þar sem fram kemur nafn keppanda, símanúmer og vegalengd sem hlaupa á.

Mynd tekin í Skaftafelli 3. júní 2011.