birt 28. júní 2005

Eftirfarandi vísa varð til í grillveislu sem haldin var í lok hlaupanna á Mývatni um helgina. Öll framkvæmd og umgjörð hlaupsins var þeim heimamönnum til fyrirmyndar.

Áfram frískir flóamenn
firnin öll þeir hlaupa enn
mjóir spóaleggir, hlaupa maraþon
miklir sigrar, eru þeirra von
út um borg og bý
þeir hlaupa æ og sí
buxum þröngum klæddir í
kynþokkinn hann næstum lekur bara af þeim
er kófsveittir með hor, þeir skríða heim.
 
Höf: Elín Finnbogadóttir
Lag: Táp og fjór og frískir menn