Skíðaganga - Bláfjallaganga: Ný tækifæri fyrir hlaupara....

birt 05. febrúar 2008

Laugardaginn 9. febrúar heldur Skíðagöngufélagið Ullur, Bláfjallagönguna, sem er liður í Íslandsgöngu Skíðasambands Íslands. Gangan fer fram í Bláfjöllum og hefst klukkan 13:00 við Suðurgil. Skráning fer fram í Ármannsskála við Suðurgil og hefst klukkan 11:00 og lýkur 12:30. Aðstaða skíðamanna verður í Ármannsskála. Verðlaunaafhending og kaffiboð verður í Fylkishöllinni að Fylkisvegi 6 í Reykjavík (rétt við Árbæjarlaug). Hefst hún kl.16:30. Þar verður hægt að komast í sturtu áður en verðlaunaafhendingin hefst.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Íslandsgangan 20 km. Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og í flokki 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 1.500 krónur
  • Skíðatrimm 10 km. Karlar og konur 13-16 ára, 17-49 ára og í flokki 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 1000 krónur
  • Skíðatrimm 5 km. 12 ára og yngri, 13-16 ára og 17 ára og eldri. Þátttökugjald er 1000 krónur
  • Skíðatrimm 1 km. Yngri en 12 ára. Ekkert þátttökugjald.

Forskráning.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst, á netfangið: skidagongufelagid@hotmail.com og greiða þátttökugjaldið inná reikning nr. 600707-0780 - nr. 0117-26-6770 og setja nafn eða kennitölu + keppnisflokk í skýringu. Mælum með forskráningu til að auðvelda undirbúning. Allar frekari upplýsingar á vef skíðagöngufélagsins og í síma 821-7374. Á vef Skíðagöngufélagsins Ulls verða einnig upplýsingar um veðurhorfur og færi frá föstudegi 8. febrúar.

Með von um að sjá sem flesta í Bláfjöllum.

f.h. Skíðagöngufélagsins Ulls

Þóroddur F. Þóroddsson