Skokkhópur Hauka stendur á hverju ári fyrir góðgerðaræfingu þar sem öllum er boðið að mæta og æfa með hópnum en leggja um leið góðu málefni lið. Í ár er ætlunin að styrkja Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar. Laugardaginn 9. apríl fer góðgerðaræfingin fram en hlaupið verður frá Ásvallalaug kl. 09:00 og þér er boðið að vera með. Aðgangseyrir kr. 1.000,- eða frjáls framlög.
Allir hlaupafélagar, vinir, ættingjar og aðrir sem vilja styrkja þetta verðuga verkefni, nú eða hlaupa í góðum félagsskap eru hvattir til að vera með í þessu frábæra framtaki.
Fyrir þá sem vilja leggja þessu verðuga verkefni lið má sjá reikningsnúmer hér að neðan.
Rn. 544-14-351216 kt. 5105891069
Krabbamein er meinvaldur sem hefur gríðarleg áhrif á sjúklingana og fjölskyldur þeirra. Öll þekkjum við einhvern sem greinst hefur með þennan skaðvald og því ríður á að við stöndum þétt saman og söfnum af ákafa og kærleika.
Fólk er beðið um að mæta skreytt af gleði og með jákvæðnina að leiðarljósi. Búningar og sprell fær fólk til að brosa og eiga því vel við. Að öðru leyti fer æfingin fram eins og vant er en öllum er frjálst að ganga, hjóla o.s.frv.
Fjölmiðlar mæta á staðinn og tekin verður hópmynd.