Skoska parið, Debbie Moore og Kyle Greig tóku þátt í Kaldárhlaupinu sem fram fór í gær en Kyle sigraði í karlaflokki og Debbie hafnaði í öðru sæti. En þar með er ekki öll sagan því parið trúlofaði sig um morguninn og dreif sig svo upp í Kaldársel í hádeginu og hljóp Kaldárhlaupið. Þarna er greinilega par á ferð sem kann að fagna tímamótum.
Parið er síður en svo einhverjir aukvisar þegar kemur að hlaupum, Kyle er Skotlandsmeistari í utanvegahlaupum og Debbie Skotlandsmeistari í ólympískri þríþraut. Kyle sló meðal annars Arnari Péturssyni við og það þurfti enga aðra en Arndísi Ýr Hafþórsdóttur til að halda Debbie frá gullinu.
Hlaup.is spjallaði við þetta skemmtilega og kraftmikla par í viðtali sem má sjá í spilaraum hér að neðan.
Þess má geta að Kyle á 2:25 í maraþoni (London 2016) og 30:46 í 10 km (2014).
Vefsíða Debbie: https://debbiemooretris.wordpress.com/