Skráðu þig í Reykjavíkurmaraþon áður en verðið hækkar

birt 14. mars 2016

Á morgun, þriðjudaginn 15 mars er síðasti dag­ur­inn til að spara aurinn og borga lægsta mögu­lega þátt­töku­gjaldið í Reykjavíkurmaraþonið. Eft­ir morg­undag­inn hækk­ar verðið töluvert, en hækk­un­in er mis­mun­andi eft­ir vegalengdum.Verðið mun svo stighækka fram að sjálfu Reykjavíkurmaraþoni og dag­ana fyr­ir keppn­is­dag er það tæp­lega tvö­falt hærra en nú er í boði.

Maraþonið fer fram 20. ág­úst og eru ýmsar vegalengdar í boði að vanda, 3 km skemmt­iskokk, 10 km hlaup, hálf­m­araþon, maraþon, boðhlaup og barnahlaupið. Verð er frá 1.030 krón­um upp í 8.900 krón­ur (15.880 krón­ur fyr­ir lið í boðhlaupi). Nánar útlistanir á verði má sjá á töflunni hér að neðan.

Hlaup.is hvetur hlaupara til að skrá sig fyrr en seinna, bæði er það ódýrara og svo er miklu skemmtilegra að vera kominn með markmið á blað fyrir hlaupasumarið.