Á morgun, þriðjudaginn 15 mars er síðasti dagurinn til að spara aurinn og borga lægsta mögulega þátttökugjaldið í Reykjavíkurmaraþonið. Eftir morgundaginn hækkar verðið töluvert, en hækkunin er mismunandi eftir vegalengdum.Verðið mun svo stighækka fram að sjálfu Reykjavíkurmaraþoni og dagana fyrir keppnisdag er það tæplega tvöfalt hærra en nú er í boði.
Maraþonið fer fram 20. ágúst og eru ýmsar vegalengdar í boði að vanda, 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon, maraþon, boðhlaup og barnahlaupið. Verð er frá 1.030 krónum upp í 8.900 krónur (15.880 krónur fyrir lið í boðhlaupi). Nánar útlistanir á verði má sjá á töflunni hér að neðan.
Hlaup.is hvetur hlaupara til að skrá sig fyrr en seinna, bæði er það ódýrara og svo er miklu skemmtilegra að vera kominn með markmið á blað fyrir hlaupasumarið.