Skráning í fullum gangi í Mt. Esja Ultra - munið nýju maraþonleiðina

birt 15. júní 2015

Mt. Esja Ultra er heldur betur tilbreyting frá venjulegum götuhlaupum.Mt. Esja Ultra hlaupið verður haldið í fjórða sinn þann 20. júní næstkomandi. Hlaupið sem telst með þeim erfiðari á landinu hefur tvisvar sinnum verið kosið utanvegahlaup ársins á hlaup.is, en mikil gleði skapast í fjallinu sem hjálpar fólki að klára hlaupið. Cintamani er aðalstyrktaraðili hlaupsins en aðrir styrktaraðilar eru Esjustofa, Hekla, Compressport, Gló, Adidas, Camelbak, Gu og Clif bar.Þrjár vegalengdir í boðiBoðið verður upp á þrjár vegalengdir en það eru tvær ferðir upp að Steini, ný maraþonleið og ellefu ferðir upp að Steini. Ítarlega lýsingu af nýju maraþonleiðinni er að finna á heimasíðu Mt.Esja Ultra.

Tvær ferðir henta öllum sem hafa stundað hlaup og léttar fjallgöngur en ellefu ferða hlaupið er sniðið fyrir þá sem vilja kljást við mikla þrekraun eða eru að undirbúa sig fyrir erfiðari hlaup. Maraþonleiðin er spennandi nýjung í ár en það er fjölbreytt ævintýrahlaup með litlum endurtekningum. Meðal annars er farið upp á Kerhólakamb og Þverfellshorn ásamt nýrri leið í gegnum Skógræktina við Mógilsá (sjá kort neðst í frétt). Maraþonið er krefjandi áskorun fyrir vanari hlaupara sem hafa meðal annars farið Laugavegshlaupið eða lengri fjallahlaup.

Frábær umgjörð - hæg að fylgjast með í beinni frá Steini
Drykkjarstöð og tímataka verður við Esjustofu og í ár verður verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast með framvindu hlaupsins í beinni útsendingu frá Steini. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum vegalengdum í karla- og kvennaflokki ásamt útdráttarverðlaunum og allir sem koma í mark fá sérstök þátttökuverðlaun hlaupsins. Í Esjustofu geta hlauparar og aðstandendur keypt frábærar veitingar og á lóðinni verður mikil stemning þar til síðasti keppandi skilar sér í mark.

Skráning er í fullum gangi á hlaup.is og lýkur á miðnætti þann 18. júní.

Nánari lýsingu á hlaupinu er einnig að finna á hlaup.is


Hlaupaleið í maraþonhluta Mt. Esja Ultra.