birt 19. maí 2014

Skráning í Jökulsárhlaupið 2014 er hafin. Rétt er að benda áhugasömum á að skráningargjöld hækka um 25% eftir 1. júní. Jökulsárhlaupið er eitt af vinsælli utanvegahlaupum landsins enda er hlaupið í stórkostlegri náttúru auk þess sem umgjörð hlaupsins er frábær.

Hlaupið fer fram 9. ágúst  en boðið er uppá þrjár vegalengdir 13 km, 21,2 km og 32,7 km. Innifalið í skráningargjaldi er hlaupabolur, minningargripur úr héraði, rútuferðir frá Ásbyrgi að rásstað, vatn, orkudrykkir og banana á leiðinni og í marki.

Skráning fer frá á heimasíðu Jökulsárhlaupsins.