Skráning í Laugavegshlaupið hefst föstudaginn 8. janúar 2021 klukkan 12:00 á hádegi, en hlaupið fer fram í 25. sinn þann 17. júlí 2021. Hlauparar eru hvattir til að merkja 8. janúar í dagatalið því síðustu ár hefur selst upp á methraða.
2020 seldist upp á aðeins 3 klukkutímum, 3 dögum árið 2019 og 3 vikum árið 2018.
Upplýsingar um verð, skilmála o.þ.h. eru nú aðgengilegar á vef hlaupsins.
Vakin er sérstök athygli á því að það eru tímatakmörk Laugavegshlaupinu. Þátttakendur þurfa að ljúka hlaupinu á innan við 9 klukkustundum og 15 mínútum og yfirgefa drykkjarstöðina við Álftavatn innan 4 klukkustunda frá upphafi hlaups og drykkjarstöðina í Emstrum innan 6 klukkustunda og 30 mínútna frá upphafi hlaups. Einnig er skylt að vera með sitt eigið drykkjarmál eða brúsa ásamt flautu, álteppi og síma með neyðarnúmerinu 112 vistuðu.
Sjá nánari upplýsingar um skilyrði fyrir þátttöku á vef Laugavegshlaupsins.