Þann 12. janúar var 100. Powerade vetrarhlaupið hlaupið frá Árbæjarlauginni. Upphafsmenn hlaupsins, þeir Dagur Egonsson og Pétur Helgason ásamt félögum, hafa í yfir 16 ár veitt hlaupurum frábæra skemmtun og staðið vaktina í hvaða veðri sem er, alla tíð í sjálfboðastarfi. Þátttökugjöld í vetrarhlaupin hafa verið hlægilega lág og aðeins til að geta haldið glæsileg lokahóf handa okkur hlaupurum. Upp kom sú hugmynd í desemberhlaupinu að hlauparar ættu að sameinast um að þakka Degi, Pétri og félögum fyrir ómetanlegt starf í þágu hlaupasamfélagsins.
Hugmyndin er sú að allir þeir sem vilja leggi 2.000 kr í söfnun fyrir veglegri gjöf handa þeim. Fyrir allt það fé sem safnast verður keypt gjafakort hjá Hreyfiferðum en Hreyfiferðir munu einnig koma til móts við okkur til að gera gjöfina eins veglega og kostur er. Markmiðið er að félagarnir fari frítt í Hreyfiferð í vetur í sól og hita þar sem þeir geta skokkað léttklæddir á milli Powerade vetrarhlaupa.
Gjöfin var afhent í Árbæjarlaug áður en 100. Powerade hlaupið hófst en meiningin er að bæta um betur og safna enn meiru fyrir hópinn sem stendur að hlaupinu. Allir þeir sem leggja í söfnunina fá nafn sitt birt á kortinu sem fylgir gjöfinni.
Söfnunarreikningur er 137-05-061201, kt. 041282-4289 og eftirlitsaðili söfnunar er Anna Sigríður Arnardóttir.
Katrín Lilja Sigurðardóttir.