birt 18. desember 2007

Sólstöðuhlaupið 2007 verður farið frá Vesturbæjarlaug við sólarupprás og stendur hlaupið til sólarlags. Sólarupprás er kl. 11.21 e.m. og sólarlag er kl. 15.30 síðdegis.

Hlaupið er félagshlaup og ætlað til að efla samhug hlaupara og styrkja hlauparasamfélagið en vegalengdarmæling er óformleg. Hlaupaleið er gamla haustmaraþonsleiðin frá Vesturbæjarlaug austur með flugvelli inn í Elliðaárdal, þaðan upp í Grafarvog og inn fyrir golfvöllinn við Korpúlfsstaði. Síðan er hlaupið til baka með ströndinni, upp listaverkahæð, yfir Gullinbrú og sem leið liggur til laugar á nýjan leik.

Eftir hlaup er gjarna sest í heitan pott. Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hve langt hann hleypur. Hægt er að koma inn í hlaupið hvenær sem er á meðan sól er á lofti og jafnframt að hætta ef svo sýnist.