Sólstöðuhlaupið: Hlaupið allan daginn !

birt 09. apríl 2004

Sólstöðuhlaupið 2001 fór að þessu sinni fram laugardaginn 22. desember í einstöku blíðskaparveðri (hlýindi og smá rigningarúði) og góðum hlaupaskilyrðum. Samtals hófu 8 hlauparar hlaupið við sólarupprás kl. 11:22 frá Vesturbæjarlauginni.

Fleiri hlauparar bættust við á leiðinni, fyrst við Nauthólsvíkina og svo í Grafarvoginum. Mest tóku 12 hlauparar þátt í hlaupinu. Þar af hlupu fimm allan daginn eða meira en 4 klst og 9 mínútur (sólarlag var kl. 15:31). Þeir voru: Sigurður Gunnsteinsson, Gísli Ragnarsson, Svanur Bragason, Jakob Ragnarsson og Ágúst Kvaran, sem hlupu allt að 42 km vegalengd, eða maraþonvegalengdina.

Það var mál manna að loknu hlaupi að nú væru menn tilbúnir að mæta jólakrásunum með góðri samvisku! Myndir tengdar hlaupinu er að finna á hér.