Spennandi ferð til Kína - Hlaupið á Kínamúrnum

birt 08. febrúar 2007

Ferðaþjónusta bænda býður upp á spennandi ferð til Kína í vor þar sem helsti tilgangur ferðarinnar er að hlaupa á Kínamúrnum, fara í hjólaferð uppi í sveit og skoða í leiðinni það helsta í Peking og Xian. Sambærileg ferð var fyrst farin í fyrra og tókst hún mjög vel.

Fararstjóri ferðarinnar er Eggert Claessen og sérstakur ráðgjafi hópsins varðandi sjálft hlaupið er Pétur Frantzson, þjálfari Laugaskokks.

Athugið sérstakleg að hægt er að hlaupa 5 km 10 km hálft maraþon og heilt maraþon.

Sérstakur kynningarfundur fyrir ferðina verður haldi hjá Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla 2 miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20.00.

Hægt að lesa skemmtilega ferðasögu úr síðustu ferð á vef Bændaferða og einnig er hægt að skoða nokkrar myndir úr ferðinni í fyrra, hér á hlaup.is.

Skoðið nákvæma ferðalýsingu með öllum upplýsingum.

Tíbet 2008
Fyrir ævintýraþyrsta má benda á að Ferðaþjónusta bænda er að skipuleggja ferð til Tíbet í maraþon hlaup þar, sjá nánari upplýsingar.