hlaup.is færir íslenskum hlaupurum aðeins það besta !
Í vali sínu á vörum ársins 2004, sem Runners World UK gerði og birti í febrúar tölublaði sínu sem er nýkomið út, var Squeezy gel ávaxta orkugúmmíið valið sem eitt af vörum ársins.
Í umsögn sinni segir Runners World að ávaxta orkugúmmíið sé kærkomin viðbót við þá möguleika sem bjóðast í flóru orkubætiefna eins og orkustykkja, gels og orkudrykkja, því það form henti sumum ekki. Ávaxta orkugúmmíið inniheldur samskonar kolvetni og gelið sem selt er í 25 gr bréfunum, sem flestir hlauparar þekkja.
Kolvetnin sem Squeezy gelið og ávaxta orkugúmmíið inniheldur eru flókin kolvetni (fjölliður, long-chain carbohydrates) sem bæta orku jafnt og þétt út í blóðið, en setja orkuna ekki í einni gusu út í blóðið eins og hefðbundinn sykur gerir með tilheyrandi slæmum afleiðingum. Sælgæti, gos og súkkulaði sem margir nota til að ná sér í fljótvirka orku hefur þær slæmu afleiðingar að eftir að einsykrurnar hafa skilað sér hratt út í blóðið, verður skyndilegt sykurfall, með tilheyrandi sleni og slappleika. Það er nokkuð sem henta ekki fyrir langhlaup eða útivist sem krefst jafnrar orkueyðslu.
Þú getur keypt ávaxta orkugúmmíið í verslun hlaup.is.
Á eftirfarandi mynd er umsögn Runners World um Squeezy ávaxta orkugúmmíið.