Stefán Gíslason nýr pistlahöfundur á hlaup.is

birt 08. ágúst 2016

Hlaup.is er alltaf að leita leiða til að fræða og skemmta lesendum með hlaupatengdu efni. Með það að markmiði höfum við fengið Stefán Gíslason, fjallvegahlaupara og hlaupafrömuð með meiru, til að deila þekkingu sinni og frásagnarhæfni í formi mánaðarlegra pistla. Auk þess að vera að vera frambærilegur hlaupari er Stefán hafsjór af fróðleik um hinar ýmsu hliðar hlaupaíþróttarinnar. Efnistök Stefáns munu verða einstaklega fjölbreytt, allt frá hlaupameiðslum, hlaupaþjálfun og næringu yfir í sögulegan fróðleik.

Hlaup.is hvetur lesendur til taka pistlum Stefáns opnum örmum enda hefur hann sýnt og sannað á bloggsíðu sinni hversu auðvelt hann á með að koma fróðleik, frásögnum og húmor í skemmtilegan búning.

Hlaup.is er í leit að fleiri pistlahöfundum sem eru tilbúnir að láta gamminn geysa um allt sem sem tengist hlaupum. Skilyrði er að viðkomandi sé bæði ritfær og áhugasamur um okkar ástkæra áhugamál, hlaupaíþróttina. Áhugasamir hafið samband við heimir@hlaup.is eða torfi@hlaup.is.

Fyrsti pistill Stefán: Þrír fertugir á ÓL í Ríó