Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark í Stórabeltishlaupinu sem fram fór í Danmörku í gær, laugardag. Um er að ræða hálfmaraþon yfir Stórabeltisbrúnna sem tengir eyjarnar Sjáland og Fjón. Stefán kom í mark á tímanum 1:12:31 sem er hans besti tími í hálfu maraþoni. Þess má geta að 7.500 manns tóku þátt í hlaupinu í gær. Stefán hefur búið í Danmörku um árabil.
„Þetta var frábært, eins og fljúga yfir vatnið. Útsýnið var frábært og ég náði algerlega að njóta augnabliksins", sagði Stefán í viðtalið við TV2 Fjón eftir hlaupið. var Stefán virkilega ánægður með sigurinn og persónulega met. Bætti við að hlaupið hefði verið frábær æfing fyrir Berlínarmaraþonið sem fram fer eftir tvær vikur.
Ekki stendur til að halda Stórabeltishlaupið aftur en deilur hafa staðið um hlaupið vegna þeirra truflana á umferð sem það skapar. Stefán vonast þó til hlaupið fái að halda sér. „Ég hef trú á að hlaupið verði haldið áfram og vonast til þess. Stórabeltishlaupið er einstakt," sagði hinn glæsilegi fulltrúi íslenska hlaupasamfélagsins að lokum.
Uppfært: Tími Stefáns 1:12:31 er Íslandsmet í flokki 45-49 ára. Stefán átti sjálfur fyrra metið, 1:13:45, sem hann setti í Berlín 2.apríl sl
Innslag TV2Fyn um hlaupið þar sem sjá má viðtal við Stefán.
Stefán kemur í mark í Stórabeltishlaupinu. Mynd: Jonas Mattson