Stefán Guðmundsson er tilnefndur sem langhlaupari ársins 2017 á hlaup.is. Í níunda skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.
Stefán Guðmundsson (47 ára) sem hefur verið búsettur í Danmörku um árabil heldur áfram að bæta sig. Í byrjun september sigraði hann í hálfmaraþoni í Stórabeltishlaupinu og stórbætti fyrri árangur sinn, hljóp á 1:12:31 klst sem er besti tími á þessari vegalengd í flokki 45-49 ára. Þá hjóp Stefán Berlínarmaraþon á 2:35:23 klst sem var nálægt hans besta.
Hægt verður að kjósa til kl. 24 fimmtudaginn 18. janúar 2018. Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 21. janúar og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því hér á hlaup.is.
Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó.
Smellið hér til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 6 stig og svo koll af kolli)
Munið að taka þátt í að velja götuhlaup ársins og utanvegahlaup ársins með því að smella hér og gefa einkunn.
Sjá upplýsingar um alla hlaupara sem koma til greina í valinu.