Stefán Gíslason, hlaupafrömuður, pistlahöfundur á hlaup.is og fjallvegahlaupari er lesendum að góðu kunnur. Stefán lauk nýlega við að hlaupa 50 fjallvegi, áskorun sem hann setti sér á fimmtugsafmæli sínu og lauk við eins og til stóð áður en hann varð sextugur.
En Stefán ætlar ekki að láta staðar numið, núna ætlar hann sér að ljúka við 50 fjallvegi í viðbót áður en hann verður sjötugur. Öllum er frjálst að að taka þátt í fjallvegahlaupum Stefáns, margir hafa gert það og ekki verið sviknir af frábærum félagsskap, frumlegum hlaupaleiðum og stórkostlegu landslagi.
Áhugasömum er bent á heimasíðu Stefáns þar sem allar upplýsingar má fá.
Þá er rétt að minna á Fjallvegahlaupabók Stefáns sem kom út í vor, stórskemmtilega bók sem fjallar um þetta frumlega og stórskemmtilega framtak. Nú fæst bókin í vefverslun Sölku á 5.000 kr með sendingarkostnaði. Til þess að fá þessi kjör þarf að setja afslóttarkóðann "hlaup" inn í þar til gerðan reit sem birtist þegar maður "fer á kassann" á innkaupasíðunni.