Stjörnuhlaupið fer fram á laugardag

uppfært 25. ágúst 2020

Stjörnuhlaupið fram fram á laugardaginn kl. 11. Hlaupið hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem ómissandi hluti af íslenska hlaupasumrinu. Vegleg umgjörð, flottar veitingar og góður andi hefur einkennt hlaupið undanfarin ár. Hlauparar eru hvattir til að fjölmenna í Garðabæinn á laugardaginn og hita almennilega upp fyrir Hatara og Eurovision sem fram fer um kvöldið. Í myndbandinu hér að neðan má sjá að Stjörnumenn leggja svo sannarlega allt í sölurnar þegar kemur að hlaupahaldi.