Stjörnuhlaupið var haldið með pompi og prakt laugardaginn 20. maí. Um 500 hlauparar tóku þátt í hlaupinu sem virðist vera búið að skipa sér ákveðinn sess í íslenska hlaupadagatalinu. Aðstandendur Stjörnuhlaupsins eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir frábæra umgjörð og síðasta sem og þátttakendur sem mynduðu frábæra stemmingu.
Stjörnumenn hafa sett saman skemmtilegt myndband með svipmyndum úr hlaupinu.
Úrslit í Stjörnuhlaupinu má finna á hlaup.is
Fjölmargar myndir úr Stjörnuhlaupinu má finna á hlaup.is.
Gefðu Stjörnuhlaupinu einkunn á hlaup.is og stuðlaðu þar með að enn betra hlaupi á næsta ári.
Margir hlaupahaldarar nota myndbönd bæði til að auglýsa hlaup sín og gera þau upp. Við hvetjum hlaupahaldara til að senda okkur á hlaup.is myndböndin og deila þeim þar með íslenska hlaupasamfélaginu. Endilega hafið samband á heimir@hlaup.is.