Stjörnumenn gera hlaupaárið upp í myndbandi

birt 25. nóvember 2016

Fyrir utan að vera flottur hlaupahópur eru Stjörnumenn snillingar þegar kemur að myndbandagerð. Á uppskeruhátíð hópsins sem fram fór fyrir skömmu var hlaupaár Stjörnumanna gert upp í frábæru myndbandi. Þar var farið hlaupaár félagsmanna í myndum og þar var svo sannarlega af nógu að taka. Stjörnumenn áttu fulltrúa í flestum almenningshlaupum sem fram fóru á landinu á síðasta ári auk þess sem þeir stóðu fyrir Stjörnuhlaupinu sem er að festa sig í sessi sem eitt af flottari hlaupum hvers árs. Þess utan var þátttöku Stjörnumanna í erlendum maraþonum gerð góð skil.

Það er virkilega gaman að fá innsýn inn í starfsemi jafn öflugs hlaupahóps og Stjörnumanna, þar fer greinilega mikið og gott starf fram. Hlaup.is hvetur aðra hlaupahópa til dáða þegar kemur að myndbandagerð og að sjálfsögðu færi best á því að senda afraksturinn til birtingar á hlaup.is í kjölfarið.

Myndbandið má sjá hér að neðan.