Stórgóður árangur Íslendinganna í UTMB

uppfært 25. ágúst 2020

Stór hópur íslenskra utanvegahlaupara hefur verið að gera stórgóða hluti í UTMB hlaupunum í Mt. Blanc fjallgarðinum undanfarna daga. Íslensku hlaupararnir tóku þátt í mismunandi löngum hlaupum, frá 56 km upp í 170 km hlaup með misjafnlega mikilli hækkun. UTMB hlaupin eru þekkt sem eitt af virtari hlaupum í utanvegaheiminum en þar safnast saman flestir af sterkustu utanvegahlaupurum heims.

Þorbergur Laugavegur 2019
Þorbergur Ingi á Laugaveginum í sumar.

Elísabet Margeirsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson luku bæði hinu ógvænlega UTMB hlaupi, 170 km með 10.000m hækkun. Þorbergur kom í mark á 24:59:22, hafnaði í 26. sæti. Elísabet Margeirsdóttir kom í mark á 29:37:23, hafnaði í 103. sæti í heildina, tólfta sæti í kvennaflokki og tíunda í sínum flokki. Ansi hreint magnaður árangur hjá þessu utanvegahlaupurum.

"Þetta var viðbjóður"

Á Fésbókarsíðu stuðningsmanna Þorbergs mátti skilja að Norðlendingurinn knái hafi verið ansi þrekaður þegar leið á hlaupið. Um tíma hafi hann jafnvel velt fyrir sér að hætta leik. „Ég ætla ekki að fara í þetta hlaup aftur, þetta var viðbjóður," sagði Þorbergur Ingi Jónsson eftir þrekraunina miklu í samtali við mbl.is nú í kvöld. Í samtalinu segir Þorbergur að háfjallaloftið hafi gert sér erfitt fyrir, hann hafi stefnt á enn betri tíma. Þess má þó geta að tími Þorbergs í ár er klukkustund betri en í sama hlaup í fyrra en þá var hlaupaleiðin þó erfiðari ef eitthvað er.

Í OCC hlaupinu sem er 56 km (3.500m hækkun) tóku sjö Íslendingar þátt og luku þeir allir hlaupinu. Utanvegadrottningin Rannveig Oddsdóttir frá Akureyri kom fyrst Íslendinga í mark á 7:33:13 sem skilaði henni í 24. sæti kvenna og í þriðja sætið í sínum aldursflokki.

Birgir Vigfússon tók einn Íslendinga þátt í TDS hlaupinu sem er 147 km (9.100 m hækkun). Hann lauk hlaupinu á tæpum 29 klst,  hafnaði í 139. sæti í heildina og 81. sæti í sínum flokki.

Sigríður Þóroddsdóttir og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir tóku þátt í CCC hlaupinu sem er 100 km (6.100m hækkun). Hafdís Guðrún þurfti að hætta keppni eftir 42 km. Sigríður hljóp frábært hlaup, endaði á 17:38:14 og hafnaði í áttunda sæti í sínum flokki og 36. sæti kvenna.

Heildarúrslit Íslendinganna má sjá hér að neðan.

OCC 56 km
NafnRásnúmerTímiSæti/heildSæti/kynSæti/flokki
Rannveig Oddsdóttir1015207:33:13144243
Gunnar Fríðuson1190407:34:1414727
Eva Birgisdóttir1042608:25:282423327
Ingveldur Sæmundsdóttir1187210:15:3464210733
Bryndís María Davíðsdóttir1050511:31:28101420575
Sara Dögg Pétursdóttir1070511:31:29101520676
Ásgeir Torfason1160111:38:071047297
TDS 147 km
Birgir Vigfússon639828:53:4613981
CCC 100 km
Sigríður Þóroddsdóttir17:38:14274368
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir3508DNF
UTMB 170 km
Þorbergur Ingi Jónsson5924:59:222618
Elísabet Margeirsdóttir53729:37:231031210