Nú er orðið stutt í Hengilshlaupið, en það var haldið í fyrstas skipti í fyrra. Þá var boðið upp á 80 km vegalengd, en í ár er boðið upp á tvær vegalengdir, 50 km og 80 km. Nú er búið að setja inn leiðarlýsingu fyrir alla hluta leiðarinnar.
Allir þeir sem ætla að taka þátt í hlaupinu eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig fyrir 19. júlí næstkomandi. Allar nánari upplýsingar eru hjá Pétri Frantzsyni, s. 844-6617.
Langtímaspáin er frábær og stemningin verður það líka :-)