Styttist í Hlaupahátíð á Vestfjörðum

birt 12. júlí 2015

Hlaupahátíð á Vestfjörðum verður haldinn í sjöunda skipti 17-19 júlí næstkomandi. Hátíðin er löngu búin að festa sig í sessi hjá fjölbreyttum hópi hlaupara sem njóta þess að koma á Vestfirði ár hvert og hlaupa, hjóla og synda í ægifagurri náttúru. Vesturgatan og nú Arnarneshlaupið eru hlaup sem eru einstök sinnar tegundar og ógleymanleg upplifun fyrir hvern sem tekur þátt.

Í raun má segja að allir hlauparar geti fundið eitthvað við sitt hæfi á Hlaupahátíð og í leiðinni jafnvel ögrað sér og prófað eitthvað nýtt eins og sjósund eða hjólreiðar. Frábært tækifæri til að tvinna saman fjölskylduhelgi og frábæra hreyfingu. Nánari upplýsingar um dagskránna má finna hér á hlaup.is eða á heimasíðu hlaupsins, www.hlaupahatid.is.


Smelltu hér til að sjá myndina í betri gæðum