Styttist í meistaramót öldunga í frjálsum

birt 30. janúar 2018

Meistaramót öldunga í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöll helgina 10.-11 febrúar næstkomandi. Keppt verður í aldursflokkum 30 ára og eldri kvenna og 35 ára og eldri karla með fimm ára aldursbilum, þ.e. 30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára o.s.frv.

Frjálsíþróttadeild Glímufélagsins Ármanns mun sjá um framkvæmd mótsins. Þeir sem hafa aðgang að mótaforriti FRÍ geta skráð þátttakendur til keppni í gegnum það. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Skráningargjald er 1500 kr. fyrir hverja grein en þó að hámarki alls 4500 kr.

Frekari upplýsingar um mótið, þ.á m. um tímasetningu einstakra greina, er að finna í  mótaforriti á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands á eftirfarandi vefslóð: http://82.221.94.225/MotFri/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=MIOLD18I

ATHUGIÐ að tímaseðillinn er birtur með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Þátttakendur eru því hvattir til að skoða seðilinn aftur þegar nær dregur mótinu.

Keppt verður í eftirfarandi hlaupagreinum í karla- og kvennaflokki; 60 m hlaup, 200 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup og 3000 m hlaup.