Tæplega þrjú þúsund hlupu í Miðnæturhlaupi Suzuki

birt 24. júní 2017

Þátttökumet var sett í 25. Miðnæt­ur­hlaup Suzuki sem fór fram í gær­kvöld, föstudagskvöld. 2826 hlauparar voru skráðir sem er nýtt þátt­töku­met. Aldrei hafa fleiri er­lend­ir gest­ir tekið þátt í hlaup­inu en þeir voru um 1300 frá 52 lönd­um. Lisa Ring frá Svíþjóð setti nýtt braut­ar­met í hálfu maraþoni kvenna en hún hljóp á tím­an­um 1:23:46.

Fyrstu þrír karl­ar og kon­ur í mark í hverri vega­lengd fengu verðlaun frá Suzuki, GÁP, WOW air, Powera­de og Íþrótta­banda­lagi Reykja­vík­ur í trjá­göng­un­um við Þvotta­laug­arn­ar í Laug­ar­daln­um. Hlaup.is mun birta heildarúrslit á næstunni. Auk þess var ljósmyndari hlaup.is á staðnum og tók fjölda mynda sem einnig munu birtast á næstunni.

21 km karla

  1. Lawrence Avery, Bretlandi        01:15:08
  2. Xavi Martín­ez Mas­ana, Spáni    01:19:11
  3. Kevin McCloy, Írlandi                01:20:31

Fyrsti Íslend­ing­ur í mark í hálfu maraþoni karla var Reim­ar Snæ­fells Pét­urs­son á tím­an­um 01:24:03.

21 km kvenna

  1. Lisa Ring, Svíþjóð                  01:23:46
  2. Molly Smith, Banda­ríkj­un­um  01:27:32
  3. Kim Baxter, UK                     01:28:47

Sig­ur­veg­ar­inn í hálfu maraþoni kvenna, Lisa Ring, kom í mark á nýju braut­ar­meti en gamla metið á Katie Jo­nes frá Bretlandi og var það 1:27:58. Fyrsta ís­lenska kona í mark var Sigrún Sig­urðardótt­ir á tím­an­um á tím­an­um 01:28:47.

10 km karla

  1. Vign­ir Már Lýðsson, Íslandi    00:34:50
  2. Rim­vydas Al­min­as, Lit­há­en    00:35:06
  3. Kurt Michels, Banda­ríkj­un­um 00:35:21

Vign­ir Már Lýðsson bætti sitt per­sónu­lega met með sigr­in­um en hann átti 35:01 best áður frá því í Fjöln­is­hlaup­inu í maí.

10 km kvenna

  1. Elín Edda Sig­urðardótt­ir, Íslandi                00:37:40
  2. Ashlee Michels, Banda­ríkj­un­um                00:42:03
  3. Val­gerður Dýr­leif Heim­is­dótt­ir, Íslandi      00:42:54

Elín Edda Sig­urðardótt­ir jafnaði braut­ar­met Arn­dís­ar Ýrar í 10 km hlaupi kvenna en hún kom á ná­kvæm­lega sama tíma í mark í fyrra.

5 km karla

  1. Þórólf­ur Ingi Þórs­son, Íslandi           00:16:12
  2. Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, Íslandi      00:16:52
  3. Andri Már Hann­es­son, Íslandi          00:16:55

Þórólf­ur var í öðru sæti í 5 km hlaupi karla árið 2015 á tím­an­um  16:25 en sigraði í ár á nýju per­sónu­legu meti 16:12.

5 km kvenna

  1. Íris Anna Skúla­dótt­ir, Íslandi             00:18:36
  2. Rann­veig Odds­dótt­ir, Íslandi             00:19:26
  3. Hulda Guðný Kjart­ans­dótt­ir, Íslandi  00:19:34

Tími Íris­ar Önnu er ann­ar besti tími sem náðst hef­ur í 5 km hlaupi kvenna í Miðnæt­ur­hlaupi Suzuki.