Laugardaginn 9. febrúar klukkan 10.00-16.00 standa Íþróttaakademían og Sportmenntun fyrir teygjunámskeiði.
Teygjunámskeið þetta er unnið úr teygjuhluta IAK einkaþjálfaranámsins sem er ítarlegasta teygjukennsla sem hægt er að nálgast hér á landi.
Einkaþjálfarar og íþróttafræðingar læra klassískar stöðuteygjur (static stretches) í námi sínu en möguleikar teygjum eru svo miklu meiri. Teygjur eru eitt öflugasta verkfæri einkaþjálfarans til að fyrirbyggja meiðsl og leiðrétta líkamsstöður, en einungis ef líkamsstöðu- og hreyfigreining hefur farið fram til að segja hvaða teygjur eru viðeigandi og hverjar eru óviðeigandi.
Efni
Kennt verður þriggja þrepa teygjukerfi þar sem hvert þrep er rökrétt framhald af því fyrra. Fyrsta þrepið leggur áherslu á leiðrétta vöðvaójafnvægi og hreyfingar um liðamót, annað þrepið miðast við að auka teygjanleika mjúkvefja (vöðva o.fl.) og síðasta þrepið er til að lengja vöðva og stuðla að taugaörvun fyrir hreyfingu.
Fjögur mismunandi form af teygjum verða kennd til að ná þessu fram: Bandvefslosun, stöðuteygjur, PNF teygjur og hreyfiteygjur.
Námskeiðinu verður skipt upp í fræðilegan og verklegan hluta. Í fræðilega hlutanum verður farið í lífeðlisfræðilegan þátt teygja. Þátttakendum verður gerð grein fyrir hvert hlutverk teygja er, áhrif þeirra á líkamsstöður og hreyfivillur, lífeðlisfræði teygja á vöðva- og taugakerfi og notkun þeirra fyrir (upphitun) og eftir (kæling) æfingar. Í verklega hlutanum verður farið kerfisbundið í gegnum teygjur. Hver teygja verður kennd ýtarlega (hvað gerir þær áhrifaríkari og algengar villur) og nemendur fá tækifæri að prufa hverja og eina fyrir sig.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað metnaðarfullum einkaþjálfurum, íþróttakennurum og þjálfurum. Fróðleiksþyrstum einstaklingum sem hafa mikinn áhuga á líkamsrækt er einnig frjálst að koma.
Hvar?
Kennsla fer fram í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.
Tímafjöldi
6 kennslustundir (50mín).
Kennari
Haraldur Magnússon, Osteópati B.Sc. hons (hrygg- og liðskekkjufræði). Kennari við IAK einkaþjálfaranám.
Kennsluefni
Glærur og annað efni samantekið af kennara.
Verð
10.900 kr.
Skráning
Tekið er við skráningum í síma 420-5500 og á akademian@akademian.is .
Við skráningu þarf að koma fram:
- Nafn
- Kennitala
- Símanúmer
- Netfang
- Nafn og kennitala greiðanda
Skráningu lýkur miðvikudaginn 6. febrúar.