birt 15. september 2005

Þingstaðahlaupið er félagshlaup, þar sem langhlauparar hlaupa saman, ýmist alla leiðina eða hluta leiðarinnar milli þingstaða, þ.e. frá Þingvöllum yfir Mosfellsheiðina að Alþingishúsinu í Reykjavík, sem er rúmlega 50 km vegalengd. Þingstaðahlaupið hófst árið 1996 eins og frá er greint á vefnum (http://www.raunvis.hi.is/~agust/hlaup/thingsthl.htm).

Þetta árið er fyrirhugað að Þingstaðahlaupið fari fram laugardaginn 8. október næstkomandi. Öllum er heimil þátttaka. Nánari upplýsingar framkvæmdaskipan verða veittar síðar.