Þorbergur í níunda sæti á HM í utanvegahlaupi

birt 30. maí 2015

Þorbergur setur Laugavegshlaupsmet í fyrra.Þorbergur Ingi Jónsson hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum (IAU Trail  World Championship) sem fram fór í fjallendi í Frakklandi í morgun. Að loknum 85 kílómetrum, með 5200m hækkun kom Þorbergur í mark á frábærum tíma, 08:47:20. Heimildir fregna að hlaupið hafi gengið án teljandi vandræða hjá Þorbergi, hann hafi megnið af leiðinni verið meðal tíu fremstu. Rétt er að taka það fram að Þorbergur kom fyrstur norðurlandabúa í mark.Tveir íslenskir hlauparar til viðbótar tóku þátt í hlaupinu, Örvar Steingrímsson lenti í 90. sæti á tímanum og 11:04:58 og Guðni Páll Pálsson hljóp á tímanum 12:12:44 sem fleytti honum í 107. sæti. Frakkinn Sylvain Court kom fyrstu í mark á tímanum 08:15:38. Hlaup.is óskar þessum glæsilegu fulltrúum íslenskra utanvegahlaupara til hamingju með árangurinn.

Viðtal hlaup.is við Þorberg Inga í aðdraganda hlaupsins.