Þorbergur meðal fjögurra íslenskra keppenda á Madeira

uppfært 25. ágúst 2020

Það verður gaman að fylgjast með Þorbergi um helgina.Þorbergur Ingi Jónsson hefur keppni í Madeira Island Ultra -Trail (MIUT), á miðnætti í kvöld, föstudagskvöld. Hlaupið sem Þorbergur Ingi tekur þátt í er 115 km langt með 7500m hækkun. Hlaupið fer fram á Madeira í Portgúgal. Nokkrir af sterkari utanvegahlaupum heims munu taka þátt í hlaupinu, t.d. Francois Dhaene (sigurvegari UTMB 2017) og Tim Tollefsson.

Þorbergur Ingi LAU2019 0016
Þorbergur í sínu náttúrulega umhverfi, utan vega.
Hægt að fylgjast með keppendum á netinu

Gera má ráð fyrir því að Þorbergur verði í 14-15 tíma á leiðinni ef vel gengur. Auk Þorbergs verður Stefán Bragi Bjarnason meðal keppenda í 115 km hlaupinu.Þess má geta að Þorbergur er fimmti stigahæsti þátttakandinn í hlaupinu skv. ITRA listanum af um þúsund hlaupurum.Eva og Sara einnig á ferðinniÞess má geta að Sara Dögg Pétursdóttir og Eva Birgisdóttir taka einnig þátt í annari vegalengd í MIUT sem er maraþon með 1800m hækkun, þær stöllur leggja af stað kl. 10 á laugardag. Það hlaup er einnig gríðarlega sterkt með flottum keppendum.

Fyrir áhugasama eru Íslendingarnir með eftirfarandi rásnúmer: Þorbergur (7), Stefán (1076) Eva (3041) og Sara (3080). Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á Youtube. Einnig má fylgjast með gangi hlaupanna hér.  

Hlaup.is mun að sjálfsögðu fylgjast með þessum flottu hlaupurum og flytja fregnir af þeim um helgina.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Heimild: Fésbókarsíðan Þorbergur í MIUT.