Þorbergur Ingi Jónsson vann það stórkostlega afrek að hlaupa Laugaveginn á undir fjórum tímum, en Laugavegshlaupið fór fram í dag. Þorbergur kom í mark á 3:59:13 og sigraði með yfirburðum, kom í mark rúmlega hálftíma á undan næsta manni. Vart þarf að taka fram að tími Þorbers í dag er brautarmet, eldra metið var einnig í eigu Þorbergs, það setti hann í fyrra þegar hann hljóp á 4:07:47.
Fyrstu þrír í karlaflokki:
- Þorbergur Ingi Jónsson, ISL, 3:59:13
- Vajin Armstrong, New Zealand, 4:31:19
- Ryan Kelly, USA, 4:40:52
Annar íslenskur karl í mark var Guðni Páll Pálsson á 4:51:08 og þriðji Sigurður Hrafn Kiernan á 5:15:09.
Amber Ferreira frá Bandaríkjunum var fyrsta konan í mark í Laugavegshlaupinu, hún hljóp á tímanum 5:48:47. Næsta kona í mark var Þóra Björg Magnúsdóttir, rúmlega sex mínútum á eftir Amber.
Fyrstu þrjár konur í mark voru eftirfarandi:
- Amber Ferreira, USA, 5:48:47
- Þóra Björg Magnúsdóttir, ISL, 5:54:44
- Pia Mountford, USA, 6:01:49
Önnur íslenska konan í mark var Margrét Elíasdóttir á 6:08:20 og þriðja Ásdís Björg Ingvarsdóttir á 6:13:11.