Þórólfur Ingi Þórsson tilnefndur sem hlaupari ársins 2017

birt 14. janúar 2018

Arnar Pétursson er tilnefndur sem langhlaupari ársins 2017 á hlaup.is. Í níunda skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Þórólfur Ingi Þórsson (41 árs) byrjaði að æfa hlaup eftir þrítugt en hefur verið að bæta sig jafnt og þétt undanfarin ár. Á síðasta ári tók hann stórstígum framförum og bætti Íslandsmetið í 10 km í flokki 40-44 ára nokkrum sinnum, náði best 33:09 mín í Ármannshlaupinu og var þar í öðru sæti. Einnig setti hann Íslandsmet í 5 km götuhlaupi (16:10) og 5000 m brautarhlaupi (15:49,86) í sama aldursflokki og hljóp maraþon í Frankfurt á 2:53:41. Allt útlit var fyrir að hann myndi einnig bæta sig verulega í hálfmaraþoni en veikindi í júlí urðu þess valdandi að hann varð að sætta sig við 1:17:10 klst í RM.

Hægt verður að kjósa til kl. 24 fimmtudaginn 18. janúar 2018. Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 21. janúar og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því hér á hlaup.is.

Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó.

Smellið hér til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 6 stig og svo koll af kolli)

Munið að taka þátt í að velja götuhlaup ársins og utanvegahlaup ársins með því að smella hér og gefa einkunn.

Sjá upplýsingar um alla hlaupara sem koma til greina í valinu.