Þórólfur lokaði Hlaupaseríu FH og Bose með óopinberu aldursflokkameti

birt 23. mars 2019

Hinni glæsilegu Hlaupaseríu FH og Bose lauk á fimmtudaginn með hvelli þegar Þórólfur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á 16:07 (5 km) sem er óopinbert Íslandsmet í aldursflokknum 40-44 ára. En þar sem brautin er ekki fullkomlega viðurkennd af FRÍ fæst metið hinsvegar ekki skráð opinberlega. Elín Edda Sigurðardóttir kom fyrst kvenna í mark á 18:21.

Þess má geta að Þórólfur var að slá eigið met sem hann setti í febrúarútgáfu Hlaupaseríu FH og Bose.Þórólfur og Elín Edda hafa verið allsráðandi í seríunni í vetur en þau komu fyrst í mark í öllum þremur hlaupum vetrarins.Í hlaupinu á fimmtudag höfnuðu Maxime Sauvageon í öðru sæti í karlaflokki á 16:24 og Vilhjálmur Þór Svansson í þriðja á 16:28. Í kvennaflokki hafnaði Arndís Ýr Hafþórsdóttir í öðru sæti á 18:22 og Sólrún Soffía Arnardóttir í þriðja sæti á 20:08.

Þóróflr
Þórólfur og Elín Edda.
Frábær umgjörð FH-inga

FH-ingar hafa haldið uppi frábærri stemmingu í hlaupum vetrarins með aðstoð Origo en þátttakendur hafa verið á bilinu 350-500 í hverju hlaupi, þess utan hefur umgjörðin verið ansi góð.

Úrslit í öllum þremur hlaupunum í Hlaupaseríu FH og Bose er að finna á hlaup.is. Nú eru vetrarhlaupaseríurnar að renna sitt skeið og senn taka við vorhlaup, það er því um að gera fyrir hlaupara að fara setja sig í stellingar fyrir frábært hlaupasumar.

Mynd: Facebook síða Hlaupaseríu FH og Bose.