Þrír Íslendingar þau, Sigurður Kiernan, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé og Börkur Árnason tóku þátt í Grand Raid, Diagonale des Fous sem hófst á fimmtudagur. Hlaupið þykir eitt erfiðasta 100 mílna hlaup í heimi (160 km) með 9643m hækkun, en það fór fram á eyjunni Reunion í Inlandshafi.
Skemmst er frá því að segja að allir hlaupararnir þrír luku hlaupinu sem er frábær árangur. Tíma þeirra má sjá hér að neðan.
Upplýsingar um Íslendinga á hlaupum erlendis má senda á heimir@hlaup.is.
Nafn | Tími | Sæti | Flokkur | Sæti/flokki |
Sigurður Kiernan | 43:20:58 | 483 | M2H | 62 |
Börkur Árnason | 56:35:14 | 1495 | M1F | 550 |
Halldóra Matthíasdóttir Proppé | 56:36:14 | 1496 | M2F | 22 |