Þrír ofurhugar á ferðinni í Indlandshafi

birt 22. október 2018

Þeir Gunnar Júlíusson, Sigurður Kiernan og Börkur Árnason tóku þátt í utanvegahlaupinu, Grand Raid de la Réunion um liðna helgi. Þessir ofurhugar völdu sér gríðarlega krefjandi hlaupaleið sem er 165 km með 9600m hækkun. Hlaupið fór fram á frönsku eyjunni Reunion í Indlandshafi.

Því miður þurftu Sigurður og Börkur að lúta í lægra haldi fyrir hlaupaguðunum að þessu sinni en Gunnar kláraði hlaupið á 51 klukkustund og 58 mínútum. Í heildina hafnaði Gunnar í 1152. sæti og í 454. sæti í sínum flokki.

Sigurður hætti keppni eftir um 115 km en Börkur eftir 73 km.


Frá vinstri, Sigurður, Gunnar og Börkur áður en þeir héldu í hann.

Heimild: Fésbókarsíða ofurhlaupara á Íslandi.